Hamborgari á 13.000 krónur

The Wall Street Burger Shoppe í New York hefur hækkað verðið á dýrasta hamborgaranum á matseðlinum í 175 dollara (rétt tæpar 13.000 krónur) til að tryggja að hann verði áfram dýrasti hamborgarinn í New York.

Það er netfréttabréfið Pocket Change sem tekur reglulega saman lista yfir það dýrasta í borginni.

„Á Wall Street eru sumir dagar góðir og aðrir slæmir. Við bjóðum upp á hversdagslegan borgara [sem kostar fjóra dollara] ... og svo eitthvað alveg sérstakt ef maður hefur átt alveg sérlega góðan dag á Wall Street,“ segir Heather Tierney, einn eigenda veitingastaðarins.

Borgarinn dýri er úr Kobekjöti, á honum er mikið af svörtum hallsvepp og fois gras, vel þroskuðum Gruyereosti, sveppum og öðru grænmeti. 

Í hverjum mánuði panta 20-25 viðskiptavinir borgarann dýra, sem er borinn fram í betri stofunni á efri hæð veitingastaðarins, en mörg hundruð hversdagsborgarar á fjóra dollara eru bornir fram á neðri hæðinni.

Dýrasti hamborgari í New York.
Dýrasti hamborgari í New York. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka