Afklæddist á götu í varnarskyni

Ísraelsk kona greip nýlega til þess óvenjulega ráðs er hún taldi sig beitta kynferðislegri áreitni að afklæðast á götu úti. Konan var á gangi á aðalgötu bæjarins Kerikeri á Nýja Sjálandi er hún varð fyrir aðkasti verkamanna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Peter Masters, lögreglustjóri segir konuna hafa afklæðst í rólegheitum og náð því markmiði sínu að þagga niður í mönnunum. „Hún sagðist hafa reiðst og hugsað: Ég skal bara sýna þeim hvað ég hef,” segir hann. „Hún sagðist engan frið hafa fengið fyrir ný-sjálenskum karlmönnum enda er hún ekki óaðlaðandi kona.” 

Konan var færð á lögreglustöð þar sem henni var gerð grein fyrir því að hegðun hennar þætti ekki sæmandi á Nýja-Sjálandi. Hún var hins vegar ekki ákærð vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar