Borgaryfirvöld í Jerúsalem hafa fyrirskipað að orðið „sex“ verði fjarlægt af öllum auglýsingum kvikmyndarinnar „Sex and the City“ sem verða hengdar upp í borginni.
Dreifingaraðilar myndarinnar eru allt annað en sáttir við fyrirskipunina og líkja henni við að „Coca“ yrði fjarlægt af auglýsingum Coca Cola.
Yfirvöld í borginni hafa áður haft afskipti af plakötum, en þau létu teiknimyndafígúruna Tarzan klæðast síðari lendaskýlu á sínum tíma.