Konur ekki alltaf kostur

Það er ekki alltaf kostur að hafa konu sem leiðtoga. Þetta er niðurstaða greiningar á vegum Dansk Brancheanalyse á árangri kvenna í atvinnulífinu. Skoðuð voru 994 fyrirtæki í sex atvinnugreinum.

Konur stóðu sig almennt betur en karlar í ferða- og hótelgeiranum. Árangurinn var misjafn í öðrum greinum og í sumum stóðu konur sig verr en karlar, eins og til dæmis í fasteignaviðskiptum og í auglýsinga- og samskiptabransanum. Chris Mathieu, sem starfar við skólann Copenhagen Business School og sérhæfir sig í stjórnun, segir að ein af skýringunum geti verið sú að karlar stökkvi frá borði þegar tap verður á rekstri eins og könnun innan tölvugeirans hefur leitt í ljós. Þá skapist rými fyrir konurnar í stjórnum fyrirtækjanna. Karlarnir snúi hins vegar aftur þegar reksturinn er kominn á réttan kjöl og tími kominn til að færa út kvíarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup