Stokkið yfir börn á þorpshátíð

Stokkið yfir ungbörn.
Stokkið yfir ungbörn. AP

Óvenjulegur siður er enn hafður í heiðri í þorpinu Castrillo de Murcia á Spáni en þar stökkva karlmenn yfir hóp smábarna, sem liggja á dýnu. Er þetta gert til að stökkva djöflinum á braut en karlmennirnir eru í gervi Colacho, persónu sem táknar kölska.

Þessi hefð í Castrillo er rakin til ársins 1620 en hún tengist kaþólskri trúarhátíðinni Corpus Christi, sem haldin er víða á Spáni um þessar mundir. Þátttakendur í hátíðarhöldunum klæða sig gjarnan í gervi djöfla og engla eða annarra persóna. 

Fram kemur á fréttavef BBC, að enginn virðist hafa meiðst í hátíðarhöldunum í Castrillo í dag. 

AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir