Smyglar fíkniefnum á vegum tollvarða

Grunlaus farþegi, sem flaug til Tókýó í gær, er með kannabis sem metið er á 700 þúsund krónur í fórum sínum en fíkniefnahundur, sem verið er að þjálfa á Naritaflugvelli stóð sig ekki í stykkinu.

Tollvörður á flugvellinum setti 142 grömm af kannabis í hliðarvasa á svartri ferðatösku, sem hafði komið með flugvél erlendis frá og valin var af handahófi á farangursvagni. Fíkniefnahundurinn var síðan látinn þefa af töskunum og leita að fíkniefnum.

Talsmaður japönsku tollgæslunnar segir að tilraunin hafi mistekist því hundurinn fann ekki kannabisefnið og tollvörðurinn gat ekki munað í hvaða tösku hann setti efnið.


„Ef farþegi finna það í töskunni sinni biðjum við hann um að skila því," sagði talsmaðurinn.  Hann hafði eftir tollverðinum, að hann gerði sér grein fyrir því að það væri bannað að nota töskur farþega í þessu skyni en hann hefði talið þetta góða aðferð til að þjálfa hundinn.

Tollvörðurinn var áminntur. Þá hefur yfirmaður tollgæslunnar á Naritaflugvelli beðist opinberlega afsökunar.

Hörð viðurlög liggja í Japan við því að vera með kannabis í fórum sínum.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir