Smyglar fíkniefnum á vegum tollvarða

Grun­laus farþegi, sem flaug til Tókýó í gær, er með kanna­bis sem metið er á 700 þúsund krón­ur í fór­um sín­um en fíkni­efna­hund­ur, sem verið er að þjálfa á Na­rita­flug­velli stóð sig ekki í stykk­inu.

Toll­vörður á flug­vell­in­um setti 142 grömm af kanna­bis í hliðar­vasa á svartri ferðatösku, sem hafði komið með flug­vél er­lend­is frá og val­in var af handa­hófi á far­ang­urs­vagni. Fíkni­efna­hund­ur­inn var síðan lát­inn þefa af tösk­un­um og leita að fíkni­efn­um.

Talsmaður japönsku toll­gæsl­unn­ar seg­ir að til­raun­in hafi mistek­ist því hund­ur­inn fann ekki kanna­bis­efnið og toll­vörður­inn gat ekki munað í hvaða tösku hann setti efnið.


„Ef farþegi finna það í tösk­unni sinni biðjum við hann um að skila því," sagði talsmaður­inn.  Hann hafði eft­ir toll­verðinum, að hann gerði sér grein fyr­ir því að það væri bannað að nota tösk­ur farþega í þessu skyni en hann hefði talið þetta góða aðferð til að þjálfa hund­inn.

Toll­vörður­inn var áminnt­ur. Þá hef­ur yf­ir­maður toll­gæsl­unn­ar á Na­rita­flug­velli beðist op­in­ber­lega af­sök­un­ar.

Hörð viður­lög liggja í Jap­an við því að vera með kanna­bis í fór­um sín­um.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki láta gagnrýnisraddir telja úr þér kjark. Mundu að ekki er allt sem sýnist og málsbætur liggja ekki alltaf í augum uppi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Ekki láta gagnrýnisraddir telja úr þér kjark. Mundu að ekki er allt sem sýnist og málsbætur liggja ekki alltaf í augum uppi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell