Tæplega fertugur Japani hefur verið handtekinn fyrir að hringja um 500 sinnum í gjaldfrjálst símanúmer matvælafyrirtækis í Tókýó þar sem hann vildi hlusta á rödd símsvarans.
Hiroyuki Nomoto varði um 3.100 klukkustundum í að hlusta á símsvarann á 16 mánaða tímabili og er áætlað að símtölin hafi kostað fyrirtækið um 2,5 milljónir króna. Að sögn lögreglu sagðist maðurinn æsast af því að heyra rödd konunnar. aí