Þúsund ára gamalt kvennabann brotið

Fjórar konur frá Moldavíu brutu óafvitandi gegn banni þegar þær stigu á land á Athos-fjalli í norðurhluta Grikklands en þar hafa konur ekki fengið að stíga fæti frá árinu 1050.

Konurnar sögðu lögreglu, að þær hefðu siglt frá Tyrklandi eftir að greitt tveimur úkraínskum smyglurum jafnvirði 1 milljónar króna. Þær gerðu sér hins vegar ekki grein fyrir því að þær væru að brjóta grísk lög. 

Á Athos-fjalli eru 20 klaustur. Þar er  samfélag rétttrúnaðarpresta sem nýtur nokkurs konar sjálfsstjórnar innan Grikklands og samkvæmt tilskipun frá árinu 1050 mega konur börn, geldingar og annað fólk með „slétt andlit" ekki stíga fæti á þessa heilögu jörð.

Munkarnir fundu konurnar fjórar og karlmann frá Moldavíu á svæðinu og kölluðu lögreglu til. Lögregla hefur eftir munkunum, að þeir hafi fyrirgefið konunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir