Skreið inn í líkkæli til kærustu sinnar

Læknar sinna manninum eftir að hann fannst inn í líkkælinum.
Læknar sinna manninum eftir að hann fannst inn í líkkælinum. Reuters.

Bjarga þurfti manni frá vísum dauða eftir að hann skreið inn í líkkæli til að vera hjá látinni kærustu sinni í borginni Taipei í Taívan. Maðurinn fannst sl. mánudag inn í kælinum þegar starfsmenn uppgötvuðu að hlerinn var ekki alveg lokaður. Maðurinn var í rúman halftima inni í kælinum.

„Yfirmaður á svæðinu opnaði hlerann og sá tvær manneskjur liggjandi inni. Hún varð dauðhrædd og öskraði,“ greindi the Liberty Times frá.

Maðurinn neytti lyfja áður en hann fór inn í líkkælinn. Bæjarblöð hafa velt því upp að um sjálfsmorðstilraun hafi verið að ræða. Kærasta mannsins lést sl. föstudag eftir að hafa neytt of margra svefntaflna, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir