Eina klósettið á alþjóðlegu geimstöðinni er bilað og þurfa geimfararnir sem þar dvelja nú að láta bráðabirgðabúnað duga þar til varahlutir berast. Von er á geimferjunni Discovery í næstu viku og er vonast til að þá takist að laga klósettið.
Búnaðurinn sem „sturtar“ þvagi út úr stöðinni bilaði skyndilega í síðustu viku eftir notkun eins geimfarans, en umrætt klósett hefur þjónað geimförum þar í sjö ár.