Félagarnir Kevin Whittaker og Cory Jens frá San Fransisco settu heimsmet í handabandi á mánudaginn, þegar þeir heilsuðust stanslaust í samtals 9,5 klukkutíma samfellt.
„Afrek eru mörkuð af litu atriðunum, eins og tungllendingum, lækningu krabbameins, nú eða handabandi!“ sagði Kevin hróðugur.
Enn er beðið staðfestingar frá Heimsmetabók Guinness, en þeir Kevin og Cory hafa litlar áhyggjur. „Þetta var mjög erfitt. Við vorum kófsveittir og illt um allan líkamann. Við æfðum okkur aðeins fyrir þremur vikum og þróuðum tæknina svolítið. Það sem ég hef þó mestar áhyggjur af er að Þjóðverjarnir fái veður af þessu og reyni að slá metið í hlutlausu landi á borð við Ísland, það yrði verulega fúlt.“