Fær bætur vegna of margra Þjóðverja

Bresk ferðaskrifstofa hefur verið dæmd til að greiða breskum ferðamanni bætur vegna þess að of margir Þjóðverjar voru á hóteli í Grikklandi þar sem Bretinn dvaldist með fjölskyldu sinni.

Bretinn, sem heitir David Barnish og er 47 ára, greiddi 4 þúsund pund, jafnvirði nærri 600 þúsunda króna, fyrir ferð til  Kos í Griklandi í ágúst í fyrra.  Barnish dvaldi þar á hóteli ásamt konu sinni og þremur dætrum en fjölskyldan gat ekki tekið þátt í neinum fjölskyldu- eða barnaskemmtunum á vegum hótelsins vegna þess að þær fóru allar fram á þýsku.

Barnish stefndi ferðaskrifstofunni Thomson fyrir samningsbrot og sagði að skrifstofan hefði ekki upplýst, að Grecotel Park hótelið væri nánast eingöngu notað af þýskum ferðamönnum.

Dómstóll í Stoke dæmdi að Barnish ætti rétt á 750 punda bótum, jafnvirði rúmlega 110 þúsund króna. Taldi dómarinn, að viðskiptavinir sem fengju upplýsingar um hótel í enskum bæklingi ættu rétt á að fá þjónustu á sínu tungumáli. 

Barnish sagði við bresk dagblöð eftir að dómurinn var kveðinn upp, að hann hafi ekkert á móti Þjóðverjum. Hins vegar hefði ekki komið fram í auglýsingabæklingunum, að öll þjónusta á hótelinu var sniðin að þýskumælandi gestum. Um 700 gestir hefðu verið á hótelinu og þar af hefðu aðeins um 25 verið enskir. 

Talsmaður Thomson sagði í yfirlýsingu: „Okkur þykir leitt, að hr. Barnish hafi ekki fengið þá skemmtun á hótelinu sem hann bjóst við."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir