Íbúi í Ólafsvík setti út svani og endur úr plasti út á tjörn sem bærinn lét gera við Hvalsá, skammt frá þorpinu. Hafa plastfuglarnir vakið athygli vegfarenda sem margir hafa stoppað til að taka myndir af þeim, sérstaklega þegar kríurnar hafa sest á höfuð „fuglanna".
Myndir sem áhugaljósmyndari tók af þessari skemmtilegu sjón rötuðu á síður Morgunblaðsins í dag. Á nýrri mynd sem tekin var í morgun sést vel hvers kyns er.