Heimskar flugur lifa lengst

Ávaxtafluga.
Ávaxtafluga. NASA

Það borgar sig ekki að vera vel gefinn, og það er rétt sem sagt er, að sælir eru fáfróðir. Þetta á að minnsta kosti við um flugur, ef marka má niðurstöður nýrrar svissneskrar rannsóknar sem birtar voru í dag.

Vísindamenn við Háskólann í Lausanne segjast hafa fundið „neikvæð tengsl á milli vitsmunalegra framfara hjá flugum og ævilengdar þeirra.“

Þeir skiptu flugunum í tvo hópa. Annar hópurinn var látinn óáreittur við sínar náttúrulegu aðstæður, en hinum var kennt með skilyrðingu, til dæmis að tengja lykt og bragð við tiltekna fæðu eða reynslu.

Eftir 30-40 kynslóðir hafði skilyrðingin greinilega skilað árangri, og flugurnar áttu auðveldara með að læra og muna.

Aftur á móti kom í ljós, að flugurnar sem höfðu verið látnar óáreittar í sínu eðlilega umhverfi lifðu að meðaltali lengur en „gáfuðu“ flugurnar.

Vísindamennirnir segja niðurstöðurnar sýna, að því gáfaðri sem flugur verði, því skemur lifi þær.

Líklegasta ástæðan sé sú, að aukin virkni taugakerfisins veiki aðra líkamsstarfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir