Unnu leikinn 54:1

Mikið hneyksli er í uppsiglingu í þýsku áhugamannadeildakeppninni í knattspyrnu en lið í einni af neðri deildunum þurfti nauðsynlega að laga markahlutfall sitt í síðasta leiknum til að komast upp um deild. Það tókst: leikurinn endaði 54:1!

Liðið  SpVg Rheinkassel-Langel var fyrir síðustu umferðina með jafn mörg stig og   Germania Nippes í Kreisliga D.  Markahlutfall síðarnefnda liðsins var hins vegar 37 mörkum betra.

Bæði liðin unnu leiki sína í síðustu umferð en Rheinkassel-Langel  gerði sér lítið fyrir og vann DJK Löwe 54:1 og komst þannig upp um deild á markahlutfalli.

Auðvitað varð allt vitlaust. Leikmenn Germania Nippes héldu því fram að liðsmenn DJK Löwe hefðu fengið greitt fyrir að tapa en þeir afsaka sig með því, að þeir hafi fengið sér of mikið neðan í því fyrir leikinn. Að auki hafi þrjá bestu mennina vantað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir