Flugfélög leita nú leiða til þess að draga úr kostnaði og afla nýrra tekna vegna hás eldsneytisverðs. Dregið hefur verið úr flughraða á vissum leiðum og veitingar um borð skornar niður.
David Castelveter, talsmaður Air Transport Association, segir í viðtali á bloomberg.com að allt kunni að verða skoðað. Robert Mann flugráðgjafi segir það kunna að vera rökrétt skref að miða fargjöld við þyngd farþega.