Bandarískir bílstjórar eru farnir að stela notaðri matarolíu frá veitingastöðum til þess að fylla á tanka bíla sinna. Nýlega var bílstjóri handtekinn fyrir utan Burger King veitingastað í Kaliforníu þar sem hann var að stela yfir 1.100 lítrum af notaðri matarolíu.
Áður urðu veitingastaðir að borga til að losa sig við notuðu olíuna en nú er þessu öfugt farið. Verð á notaðri matarolíu hefur margfaldast en hún er notuð til þess að framleiða bíódísil.