Lögregla í Colorado ríki í Bandaríkjunum hefur haft hendur í hári tveggja ræningja, sem kallaðir hafa verið nærbuxnaræningjarnir, eftir að þeir notuðu nota kvenmannsnærbuxur til þess að hylja andlit sín þegar þeir rændu verslun íbænum Arvada.
Þrátt fyrir að mennirnir tveir hafi reynt að hylja sig sjást andlit þeirra greinilega á myndbandsupptökum, sem var sjónvarpað um allt ríkið. Mennirnir tveir, sem eru 19 og 24 ára, gáfu sig fram til lögreglu eftir það.
Að sögn lögreglu rændu mennirnir sígarettum og reiðufé úr versluninni í maímánuði. Þeir voru óvopnaðir en eru sagðir hafa ráðist á afgreiðslustúlkuna og veitt henni áverka.