16.500 smokkar áður en skammdegið skellur á

Smokkar á boðstólum.
Smokkar á boðstólum. Reuters

Síðasta birgðasendingin til bandarískrar rannsóknarstöðvar á Suðurpólum áður en skammdegið skellur á innihélt meðal annars 16.500 smokka, að því er dagblað á Nýja Sjálandi greinir frá í dag. Það munu vera ársbirgðir.

Bill Henriksen, framkvæmdastjóri McMurdo rannsóknastöðvarinnar, sagði að smokkarnir stæðu starfsfólki til boða ókeypis, til að það þyrfti ekki að lenda í þeirri vandræðalegu stöðu að þurfa að kaupa þá.

Aðeins fáir starfsmenn eru á stöðinni yfir vetrartímann, og „þar sem allir þekkja alla verður þetta dálítið óþægilegt,“ hafði blaðið eftir Henriksen.

McMurdo-stöðin er fjölmennasta samfélagið á Suðurskautinu. Þar eru um 125 vísindamenn yfir veturinn.

Þar sér næst til sólar 20. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar