Karlmaður sem ekki sá aðra færa leið aðra en að binda endi á líf sitt varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar hann reyndi sjálfsvíg nýverið á Ítalíu.
Martin Rapos, 31 árs, ákvað að leggjast á lestarteina við Deiva Marina til þess að binda endi á líf sitt sem hann taldi ömurlegt. Átti hann von á því að hraðlestin á leið til Genúa á Norður-Ítalíu myndi bruna þar hjá. Eftir að honum fór að lengja eftir lestinni kom í ljós að hann lá á röngum lestarteinum þar sem lestin fór um teinana við hliðina á þeim þar sem hann hafði komið sér fyrir.
Lestarstjórinn tók hins vegar eftir Rapos, sem er ættaður frá Slóvakíu, og lét lögreglu vita. Var hann fluttur á geðdeild þar sem hann fær meðferð við þunglyndi.