Sjálfsvígstilraun á röngum lestarteinum

Karlmaður sem ekki sá aðra færa leið aðra en að binda endi á líf sitt varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar hann reyndi sjálfsvíg nýverið á Ítalíu.

Martin Rapos, 31 árs, ákvað að leggjast á lestarteina við Deiva Marina til þess að binda endi á líf sitt sem hann taldi ömurlegt. Átti hann von á því að hraðlestin á leið til Genúa á Norður-Ítalíu myndi bruna þar hjá. Eftir að honum fór að lengja eftir lestinni kom í ljós að hann lá á röngum lestarteinum þar sem lestin fór um teinana við hliðina á þeim þar sem hann hafði komið sér fyrir.

Lestarstjórinn tók hins vegar eftir Rapos, sem er ættaður frá Slóvakíu, og lét lögreglu vita. Var hann fluttur á geðdeild þar sem hann fær meðferð við þunglyndi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar