Nærir svefninn hamingjuna?

mbl.is/Þorkell

Kon­ur sem eru ham­ingju­sam­lega gift­ar sofa bet­ur og meira en kon­ur í óham­ingju­söm­um hjóna­bönd­um sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar. Sam­kvæmt þeim eiga ham­ingju­sam­lega gift­ar kon­ur 10% meiri lík­ur á góðum næt­ur­svefni en kon­ur sem eru ósátt­ar við maka sinn. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Healt­hDay Report­er .

 „Hjóna­band get­ur haft góð áhrif á svefn­venj­ur fólks, sú um ham­ingju­samt hjóna­band að ræða. Óham­ingju­söm hjóna­bönd auka hins veg­ar lík­urn­ar á svefntrufl­un­um,” seg­ir  Wen­dy M. Troxel, sál­fræðing­ur við há­skól­ann í Pitts­burgh sem stjórnaði rann­sókn­inni. Hún seg­ir hins veg­ar ekki ljóst hvort óham­ingj­an leiði til svefn­leys­is eða svefn­leysið til óham­ingju.

„Við erum að und­ir­búa frek­ari rann­sókn­ir þar sem við mun­um leita svara við þessu,” seg­ir hún. „Sofi fólk ekki vel verður það ergi­legra og það þarf minna til að hleypa því upp þannig að það er hugs­an­legt að svefn­leysi hafi þessi áhrif á hjóna­bandið. Við telj­um hins veg­ar að áhrif­in séu meiri í hina átt­ina.”

Rann­sókn­in er byggð á gögn­um um 2.000 gift­ar kon­ur sem tóku þátt í  rann­sókn­inni Stu­dy of Women's Health Across the Nati­on (SWAN) en meðal­ald­ur þeirra var 46 ár. Gerðu kon­urn­ar m.a. grein fyr­ir ástandi hjóna­band síns og  svefn­venj­um og sögðust kon­ur sem töldu sig ham­ingju­sam­lega gift­ar eiga auðveld­ara með að sofna og sofa bet­ur og leng­ur en kon­ur sem ekki töldu hjóna­bönd sín jafn ham­ingju­söm.  Við rann­sókn­ina var einnig tekið til­lit til annarra þátta sem vitað er að hafa áhrif á svefn­venj­ur fólks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka