Réttarhöld í fíkniefnamáli í Ástralíu hafa verið ómerkt eftir að í ljós kom, að nokkrir kviðdómenda voru svo uppteknir við að leysa sudokuþrautir, að þeir gleymdu að hlusta á framburð vitna í réttarasalnum.
Upp komst um kviðdómendurna þegar þeir sáust skrifa lóðrétt í stað þess að pára niður athugasemdir lárétt. Formaður kviðdómsins lýsti því síðan yfir að hann og fjórir aðrir hefðu verið að dunda sér við sudoku þar sem yfirheyrslurnar voru svo leiðinlegar.
Um var að ræða umfangsmikið fíkniefnamál þar sem tveir sakborningar áttu yfir höfði sér lífstíðardóm. Réttarhöldin höfðu staðið yfir í þrjá mánuði og kostað skattgreiðendur jafnvirði 75 milljónir króna þegar þeim var hætt.
Gert er ráð fyrir að ný réttarhöld hefjist eftir nokkrar vikur - með nýjum kviðdómi.