Ísfirskar konur fá erlent vinnuafl

„Ég get glatt þessar konur með því að um 30 fílefldir Slóvakar munu koma í ágúst til að vinna að gangagerðinni. Ég veit þó ekki með hjúskaparstöðu þeirra, en einhverjir ættu nú að geta gagnast þeim,“ sagði staðarstjóri Ósafls, Rúnar Ágúst Jónsson, léttur í bragði, aðspurður um yfirlýsingu Hagsmunasamtaka ólofaðra kvenna á Ísafirði, sem birtist á bloggsíðu framkvæmdastýrunnar, Matthildar Helgadóttur.

„Mikill kurr er í röðum ólofaðra kvenna á Ísafirði og nágrenni og hafa samtök þeirra sent frá sér harðorða ályktun í kjölfar yfirlýsingar verktakafyrirtækisins Ósafls... sem gaf út að einkum ætti að notast við heimamenn í vinnu við Óshlíðargöng,“ segir í bloggfærslu Matthildar sem klykkir út með að vestfirskar konur séu „einfaldlega orðnar leiðar á litlu úrvali“.

„Þetta er auðvitað lygasaga af bestu sort, enda ekki allt satt og rétt á netinu,“ segir Matthildur aðspurð hvort virkilega séu til Hagsmunasamtök ólofaðra kvenna á Ísafirði. „Að vísu var þetta nú mikið rætt á kaffistofunum eftir að Ósafl gaf út þessa yfirlýsingu, og eftir að fréttir bárust af hárri skilnaðartíðni fyrir austan, þar sem ýjað var að því að einhverskonar „ástand“ ríkti þar vegna innflutts vinnuafls, fannst mér tilvalið að gera smá grín að þessu,“ sagði Matthildur að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar