Börn rænd svefni

Góður svefn er nauðsynlegur öllum.
Góður svefn er nauðsynlegur öllum. AP

Börn sofa minna en áður og fá ekki eins góðan svefn. Ástæðan er sú, að þau eyða meiri tíma í netið, tölvuleiki og farsíma.

Þetta kemur fram í frétt bandaríska blaðsins Los Angeles Times. Blaðið vitnar í nýja skýrslu frá Kaiser Family Foundation, þar sem fram kemur að börnin eru minna upptekin af hefðbundnum miðlum, s.s. sjónvarpi og útvarpi, en áður. Nýja tómstundagamanið vill hins vegar oft teygjast inn í svefntímann. Sum börn leggja ekki einu sinni gemsann frá sér þegar þau skríða upp í rúm.

Vissulega viðurkenna fræðingarnir, sem bornir eru fyrir skýrslunni, að tengsl hinnar nýju afþreyingar og minni svefns séu óljós, en telja samt ástæðu til að hafa áhyggjur.

Þau börn sem fá nægan svefn eru að jafnaði heilsuhraust, andlega sem líkamlega. Ónógur svefn eykur hættu á offitu, árásarhneigð og ofvirkni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar