Þýska lögreglan gerði ítalskt brauð upptækt um helgina. Það var ekki vegna þess að brauðið væri brotlegt við lög heldur fylling þess þar sem um 150 grömm af kókaíni reyndust vera inni í brauðinu sem er af gerðinni ciabatta.
Lögreglan í Frankfurt stöðvaði ítalskan karlmann á hraðbraut við borgina. Þegar lögregla leitaði í bílnum kom í ljós brauðhleifur fullur af kókaíni. Maðurinn gaf þá skýringu að honum hafi verið boðnar eitt þúsund evrur fyrir að flytja kókaínið frá Ítalíu til Þýskalands.