Ekki lengur ríkasta tíkin

Tíkin Trouble er ekki lengur talin ríkasti hundur í heimi eftir að dómari í New York ákvað að minnka arf hennar um tíu milljónir dollara. Trouble var áður í eigu hóteleigandans Leonu Helmsley en í erfðaskrá hennar er skýrt tekið fram að tíkin fái 12 milljónir dollara svo að hún geti lifað góðu lífi það sem eftir er af hennar hundalífi.

Dómarinn kvað upp þennan úrskurð að beiðni umsjónarmanna dánarbús Helmsley en þeir báru við að frúin hefði ekki verið með öllum mjalla þegar hún gekk frá erfðaskrá sinni. Dómarinn ákvað við sama tilefni að greiða skyldi tveimur barnabörnum Leonu, sem voru ekkert nefnd í erfðaskránni, sex milljónir dollara hvoru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan