Ölvaður ökumaður í Vladivostok í Rússlandi ók á lögregluþjón sem var að stjórna umferð. Ökumaðurinn stöðvaði ekki för sína fyrr en um einum kílómetra frá slysstaðnum og hafði þá samkvæmt héraðsblöðum ekið með lögregluþjóninn á þaki bifreiðarinnar alla þá vegalengd.
Ökumaðurinn stöðvaði bílinn einungis eftir að lögregluþjónninn hafði skotið átta skotum úr skammbyssu sinni. Ekki fylgir þessari frétt sem birtist á Reuters fréttavefnum hvert lögreglumaðurinn skaut en þar kemur fram að hvorki ökumann né lögregluþjón sakaði.