Maður nokkur í Minnesota í Bandaríkjunum er óánægður með vinnubrögð lögreglumanna sem fóru inn í húsið hans um miðja nótt, upp stigann, inn í svefnherbergið og vöktu hann. Lögreglan sagði manninum svo, sitjandi á rúmstokknum hjá honum, að bílskúrsdyrnar væru opnar, bíllykillinn í svissinum, kveikt á sjónvarpinu og útidyrnar galopnar. Lögregluyfirvöld telja fulla ástæðu hafa verið til að fara inn í húsið enda nauðsynlegt að vara fólk við þjófum.