Hermenn sem vinna á jarðskjálftasvæðinu í suðvestur Kína funduí gær svín sem hafði lifað af jarðskjálftann. Hafði það þá lifað af í 36 daga undir rústum.
Svínið fannst í rústum svínabús í Longmenshan, svæði sem varð einna verst úti í jarðskjálftanum í Sichuan héraði. Svínið var fast í rými sem var einungis hálfur fermeter og virtist hafa lifað af með því að drekka rigningarvatn og japlað á kolum.