Umdeild kímnigáfa Hitlers

Adolf Hitler.
Adolf Hitler.

Nýútkomin ævisaga Rochus Misch, lífvarðar Adolfs Hitlers, varpar ljósi á áður óþekkta hlið á persónuleika Hitlers, nefnilega kímnigáfu hans. Þykir mörgum fyndni leiðtoga nasista álíka vafasöm og siðferði hans allt.

Að sögn Misch sagði Hitler stundum ógeðfellda brandara um Gyðinga og helförina, en hann henti líka gjarnan gaman að Hermanni Göring, yfirmanni flughers nasista, fyrir þann annálaða sið hans að veita sjálfum sér viðurkenningar og heiðursorður.

Uppáhaldsbrandari Hitlers var á þann veg að kona Görings hefði komið að honum þar sem hann sveiflaði staf yfir nærbuxum sínum, og spurði hann hvern árann hann væri að gera. „Ég er að hækka nærbuxurnar mínar í tign. Nú eru þær yfirbuxur.“ Hitler þótti brandarinn svo góður hjá sér að hann föndraði gull- og silfurstjörnur fyrir Göring til að líma á nærbuxurnar sínar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar