Farþegar neituðu að fara frá borði

Fimmtíu og tveir farþegar um borð í kínverskri farþegaflugvél harðneituðu að fara úr vélinni þótt fluginu hafi verið aflýst vegna veðurs og bjuggust til svefns um borð. Þeir þurftu að komast á fund á fyrirhuguðum áfangastað, og töldu óviðunandi að flugið væri afboðað.

Vélin átti að leggja af stað frá Peking áleiðis til hafnarborgarinnar Yantai. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða var flugtakinu frestað í alls þrjár klukkustundir, en allan þann tíma sátu farþegarnir í vélinni á flughlaðinu.

Loksins ákvað flugfélagið að aflýsa fluginu, og var þá komið fram yfir miðnætti, og fengu farþegar þær upplýsingar að þeir gætu tekið annað flug til Yantai klukkan hálf átta morguninn eftir.

Um borð í vélinni voru rúmlega 200 farþegar, og fóru flestir frá borði. En þeir 52 sem hvergi vildu fara sátu í hálfan sólarhring um borð áður en loks var lagt upp til Yantai. Þeir sögðu að allan tímann hafi verið haldið uppi þjónustu í vélinni.

Kínverskir fjölmiðlar hafa alloft sagt fréttir af farþegum sem bregðast ókvæða við töfum, og neita að fara frá borði ef flugi er aflýst, eða ganga berserksgang í flugstöðvum ef tafir verða á flugi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar