Sofandi flugmenn fóru framhjá áfangastaðnum

Reuters

Flugvél frá Air India á leið frá Jaipur til Mumbai flaug framhjá ákvörðunarstaðnum með báða flugmennina steinsofandi í stjórnklefanum. Þeir rumskuðu ekki fyrr en áhyggjufullur flugumferðarstjóri vakti þá.

Þá var vélin komin hálfa leið til Goa, segir Times of India. Þetta atvik átti sér stað fyrir um hálfum mánuði. Um eitt hundrað farþegar voru um borð í vélinni, sem lagði upp frá Dubai hálfri annarri klukkustund eftir miðnætti og millilenti í Jaipur um sjö að morgni. Eftir flugtak þar sótti syfja að flugmönnunum, enda búnir að sitja við stýrið lengi.

Ekki liggur fyrir hvort þeir höfðu verið á flugi áður en ferðin frá Dubai hófst.

Vélin var á sjálfstýringu á leið til Mumbai, og þegar hún var komin inn á svæði flugumferðarstjóra þar gerðu þeir sér fljótlega grein fyrir því að áhöfnin brást ekki við neinum tilmælum og hóf ekki lækkun eins og ráð hafði verið fyrir gert, heldur hélt áfram í sömu hæð og stefnu.

Flugumferðarstjóri í Mumbai sagði frá því að þegar ekkert heyrðist frá vélinni hafi kviknað grunur um flugrán, en síðan hafi verið kallað til vélarinnar á sérstakri tíðni sem ekki er notuð nema í þeim tilvikum þegar ekkert samband næst með hefðbundnum hætti.

Þegar vél er kölluð upp með þessari tíðni heyrist gjallandi hljóð í stjórnklefanum. Það var þessi gjallandi sem vakti flugmenn Air India-vélarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka