Fékk einkunn fyrir tveggja blótsyrða ritgerð

Breskur framhaldsskólanemi fékk einkunn fyrir „ritgerð“ sem innihélt einungis tvö orð, sem saman mynda hinn argasta dónaskap. Fyrra orðið byrjar á f, og það síðara er „you.“

The Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir prófdómaranum Peter Buckroyd, sem fór yfir ritgerðina - ef ritgerð skyldi kalla - að það hefði verið „illkvittni að gefa núll vegna þess að nemandi sýndi fram á grundvallarkunnáttu, eins og að koma merkingu til skila og réttritun.“

Einkunnin sem nemandinn fékk fyrir viðleitnina var að vísu aðeins tveir af 27 mögulegum. Um var að ræða enskuritgerð sem átti að vera úrlausn á verkefninu „Lýstu herberginu sem þú ert í.“

„Þetta var skárra en að skrifa ekki neitt,“ sagði Buckroyd. Hefði nemandinn sett punkt á eftir hefði hann fengið þrjá.

Buckroyd er prófdómari hjá matsstofnun sem gefur einkunnir fyrir próf í breskum framhaldsskólum.

Talsmaður stofnunarinnar staðfesti að frásögn blaðsins væri rétt, en tók fram að þetta væri ekki í samræmi við stefnu stofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar