Danir geta nú fengið hjónaskilnað í kirkju með sérstakri athöfn, að sögn danska blaðsins Kristeligt Dagblad.
Það er Ilse Sand, formaður dönsku samtakanna Prestar og sállækningar, sem býður upp á athöfnina. Framámenn dönsku þjóðkirkjunnar hafa tekið þessari þjónustu vel, þ.á.m. biskupinn Elisabeth Dons Christensen. „Hjálpi athöfnin fólki að takast á við skilnaðinn er hún æskileg, ekki síst fyrir börnin,“ sagði hún.