Fimmtán kameldýr, nokkur lamadýr og svín struku úr sirkus nærri Amsterdam í gær. Leiðtogi flóttans var gíraffi, sem e.t.v. hafði fengið sig fullsaddan af vistinni. Að sögn lögreglunnar sparkaði gíraffinn upp girðingu og gekk út. Hin dýrin fylgdu í humátt á eftir. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.
Þegar flóttans varð vart tóku lögregluþjónar og starfsmenn sirkusins höndum saman. Dýrunum var safnað saman og þau flutt aftur í stíur sínar.