Kaþólska kirkjan í Frakklandi hefur brotið í blað í raunveruleikasjónvarpi með sjónvarpsþáttum sem njóta mikilla vinsælda á netinu. Í þáttunum er fylgst með lífi presta til að kveða niður „klisjur“ um daglegt líf guðsmanna og sýna að þeir séu ekki úr tengslum við veruleikann, að sögn talsmanns kirkjunnar. Meginmarkmiðið er að laða fleiri unga menn í klerkastéttina vegna mikils skorts á prestum.