Dýr ávani

Bóndi í Þýskalandi hefur fengið að kenna á því hversu dýrar og áhættusamar reykingar geta verið. Bóndinn lagði traktornum sínum fyrir utan matsölubúð en þangað þurfti hann rétt að skreppa inn til að kaupa sígarettur. Á meðan vildi ekki betur en svo að traktorinn, og þau 25 tonn af kartöflum sem í honum voru, rúllaði niður brekku og yfir kyrrstæðan bíl.

Að sögn lögreglu losnaði handbremsan á meðan bóndinn var inni í búðinni og rann traktorinn um 30 metra áður en hann lenti á vegg. Milli veggjarins og traktorsins kramdist síðan bíll sem hafði svo óheppilega verið lagt í brekkunni.

Bíllinn er því gjörónýtur en ekkert sér á traktornum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson