Efnaárás reyndist karrý

Farþegaþota Brit­ish Airways á leið frá Belgrad til London þurfti að snúa við og lenda aft­ur í Belgrad og rýma flug­vél­ina. Ástæðan var sú að farþeg­arn­ir fundu lykt af því sem þeir töldu vera ban­vænt gas. Farþeg­arn­ir voru að von­um skelf­ingu lostn­ir og þurfti því að grípa til þessa neyðarúr­ræðis.

Í fyrstu héldu sér­fræðing­ar á Ni­kola Tesla flug­vell­in­um í Belgrad að hylki sem inni­héldi sterk og hættu­leg efni hefði opn­ast. Við nán­ari skoðun kom hins veg­ar í ljós að lykt­in stafaði af karrýi sem geymt var í stóru íláti í geymslu­rými þot­unn­ar.

Tug­ir farþega þustu úr þot­unni eft­ir að henni var lent aft­ur á flug­vell­in­um og sér­stök neyðaráætl­un var strax sett í fram­kvæmd. Flug­vall­ar­starfs­menn huld­ir sér­stök­um önd­un­ar­grím­um hjálpuðu öskr­andi farþegum úr vél­inni. Ef­laust hef­ur fólki létt tölu­vert þegar í ljós kom að ekki var um efna­árás hryðju­verka­hóps að ræða held­ur aðeins box af karrýi sem ekki hafði verið lokað nógu vel.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér er lagið að ná árangri í rannsóknum á nánast hvaða sviði sem er í dag. Byrjaðu á því að standa við gömul loforð, svo geturðu byrjað á þeim nýju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þér er lagið að ná árangri í rannsóknum á nánast hvaða sviði sem er í dag. Byrjaðu á því að standa við gömul loforð, svo geturðu byrjað á þeim nýju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir