Fékk 300 þús. fyrir sálina sína

Maður frá Nýja-Sjálandi seldi nýverið sál sína til Heljar. Þ.e.a.s. pítsukeðjunnar Heljar (e. Hell Pizza) á Nýja-Sjálandi.

Walter Scott er einungis 24 ára en hann bauð sálina sína upp á netinu þar sem hann sagði hana ekki koma að miklu gagni. „Ég get ekki séð hana, snert hana eða fundið fyrir henni en ég get hinsvegar selt hana og ætla því að losa mig við hana og bjóða þeim sem býður hæst.“

Margir buðu í gríni, t.d. var hæsta boðið skráð rúmlega 300 þúsund kr. en hæsta verðið, sem boðið var í sálina af alvöru, voru um 35 þúsund kr.

Heljar pítsur buðu Scott um 300 þús. kr. fyrir sálina. Markaðsstjóri fyrirtækisins sagðist ekki vita um nokkurn betri stað fyrir sálina að vera.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhver reynir að selja sál sína á uppboðsvef. Árið 2001 reyndi hinn tvítugi háskólanemi Adam Burtle að selja sál sína á eBay en hætt var við uppboðið eftir að fyrirtækið úrskurðaði að til að sala reyndist réttmæt yrði að vera um áþreifanlegan hlut að ræða. 

Til að koma í veg fyrir slíkt bjó Scott til afsal sem fulltrúar Heljar munu sækja á morgun. Það mun verða hengt upp í höfuðstöðvum fyrirtækisins í borginni Auckland.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar