Líkamsleifar sprengdar í loft upp

Flugeldar í Kópavogi á gamlárskvöld.
Flugeldar í Kópavogi á gamlárskvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikil hátíðahöld munu fara fram vítt og breitt um Bandaríkin á morgun, 4. júlí, í tilefni þjóðhátíðardagsins. Til siðs er að skjóta upp flugeldum en ein rakettan, sem skotin verður upp í Indianapolis, verður ólík öllum öðrum. Í henni verður um hálf teskeið af ösku mannsins sem stjórnaði hátíðahöldum borgarinnar í 40 ár.

Meredith Smith dó í febrúar 74 ára að aldri. Hann hafði lengi vel verið í forystu hátíðanefndar borgarinnar og til að minnast hans ákváðu hátíðahaldarar, með samþykki fjölskyldu og vina, að láta ögn af ösku hans í síðustu rakettuna sem skotið verður upp. Mun þannig myndast lítil hvít rák á himni sem markar lok sýningarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen