Óvíst er hvort bandarísk stúlka haldi fingrunum eftir að hún slasaðist alvarlega í reipitogi. Stúlkan hefur gengist undir fjölda aðgerða þar sem læknar hafa reynt að bjarga fjórum fingrum á vinstri hendi hennar en óhappið má rekja til þess að hún vafði reipinu um fingur sér áður en reipitogið hófst. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Miklar skemmdir urðu á kjúkum, sinum og vöðvum í hönd stúlkunnar.
Fram kemur í umfjöllum Jyllands-Posten um málið að hætturnar leynist á ólíklegustu stöðum og að heimilin séu tölfræðilega hættulegasti staðurinn bæði fyrir börn og fullorðna og frítíminn hættulegasti tíminn.