Sænskur karlmaður hlaut nýlega reiðhjól í verðlaun eftir að hann bar sigur úr býtum í keppni Malmö-borgar um bjánalegustu bílferðina.
Kærasta mannsins skráði hann til leiks, en hann ekur um 200 metra leið í vinnuna á hverjum dagi. „Ég tek bílinn í dag,“ segir hann á hverjum morgni, að sögn kærustunnar, sem vill meina að hjólreiðastígarnir milli heimilis og vinnu mannsins séu í mjög góðu ásigkomulagi.