Karlmaður fæðir dóttur

mbl.is/Arnaldur

Bandarískur karlmaður sem að hluta til hefur gengist undir kynskiptaaðgerð, hefur fætt stúlkubarn. Maðurinn, sem fæddist kona, hafði látið fjarlægja brjóst sín og tekið karlhormóna árum saman. Hann hafði hins vegar haldið kvenkynfærum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Thomas Beatie, sem er 34 ára, er karl í lagalegum skilningi þrátt fyrir að hann hafi haft innri líffæri konu. Hann hefur hins vegar um árabil tekið hormóna sem auka karllæg einkenni hans. Þá hefur hann látið fjarlægja brjóst sín.

Hann er kvæntur til fimm ára og mun hafa fengið sæði úr sæðisbanka. Á yngri árum var hann hins vegar kvenfyrirsæta og komst m.a. í úrslit í fegurðarsamkeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup