Ekki meiri mjólk takk fyrir

Það er allt á floti í mjólk hjá yfirmanni landbúnaðarmála …
Það er allt á floti í mjólk hjá yfirmanni landbúnaðarmála hjá ESB Reuters

Yfirmaður landbúnaðarmála hjá Evrópusambandinu, Mariann Fischer Boel, biður þýska bændur um að hætta að senda sér mjólk í pósti. Hefur hún fengið um tíu þúsund lítra af mjólk senda og mikið af mjólkinni kemur með almennum pósti heim til hennar.

Með mjólkursendingunum vilja bændur mótmæla tillögu ESB um að auka mjólkurkvóta innan sambandsins sem þeir telja að geti haft þau áhrif að verð á mjólk lækkar, segir talsmaður Fischer Boel, Michael Mann.

Má eiginlega segja að hún sé að drukkna í mjólk og hefur eitthvað af umbúðunum hreinlega sprungið við komuna og mjólk flætt um allt.

„Við verðum því miður að henda mjólkinni," segir Mann. Hann segir að þau séu meðvituð um áhyggjur bændanna en teli hugmyndina slæma  og mæli með því að þeir sendi mjólkina frekar til þeirra sem á henni þurfa að halda, segir Mann.

Fischer Boel sendi bændum skilaboð á bloggi sínu í gær þar sem hún segist vera meira en tilbúin til þess að ræða beint við þá svo hægt verði að finna lausn á umkvörtun þeirra.

„Ef þið viljið halda áfram að senda mjólk þá legg ég til að það væri betra að senda hana þar sem hún kemur í góðar þarfir á ykkar svæði," segir hún á bloggvef sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson