George W. Bush skolphreinsistöðin?

Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti í byrjun næsta árs. Repúblikanar …
Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti í byrjun næsta árs. Repúblikanar segja að það sé fnykur af málinu. Reuters

Borgarasamtök í San Francisco í Bandaríkjunum vilja votta George W. Bush Bandaríkjaforseta virðingu sína á heldur kaldhæðnislegan máta, en þau vilja að skolphreinsistöð verði nefnd í höfuðið á Bush þegar hann lætur af völdum á næsta ári.

Fram kemur á fréttavef BBC að samtökin, sem kalla sig „Presidential Memorial Committee of San Francisco“, vilji að kosið verði um þetta í nóvember samhliða forsetakosningunum.

„Það er mikilvægt að við minnumst leiðtoga okkar í réttu sögulegu samhengi,“ segir Brian McConnell, sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni.

Repúblikanar segja að það sé fnykur af málinu og hyggst flokkurinn berjast gegn því að málið nái fram að ganga.

Samtökin hafa þegar safnað yfir 12000 undirskriftum og sent til þeirrar stofnunar sem hefur yfirumsjón með kosningunum í San Francisco.

Ef menn komast að raun um að a.m.k. 7168 undirskriftir séu góðar og gildar þá gæti svo farið að í nóvember verði hægt verði að kjósa um nafnbreytinguna á  skolphreinsistöðinni, sem ber nú heitið Oceanside Water Pollution Control Plant.

„Hvað Bush forseta snertir þá höldum við að við þurfum að þrífa upp heilmikinn skít eftir hann næstu 10 til 20 árin,“ segir McConnell.

„Það er hlutverk skolphreinsistöðvar að hreinsa, og af þeim sökum finnst okkur þetta vera viðeigandi virðingarvottur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar