Gervibiðskýli er gildra fyrir sjúklinga

Þetta biðskýli er í fullri notkun en í Düsseldorf hafa …
Þetta biðskýli er í fullri notkun en í Düsseldorf hafa verið sett upp slík biðskýli án þjónustu vagna. mbl.is/Kristinn

Sjúkraheimili í Düsseldorf hefur sett upp stoppistöð fyrir strætisvagna skammt frá aðalinngangi sínum. Undarlegt nokk ganga engir vagnar þangað, skiltið og bekkurinn er hugsað til að hefta för alzheimers-sjúklinga sem kunna að villast út á götu.

„Það hljómar kúnstugt en það hjálpar," sagði Franz-Josef Goebel framkvæmdastjóri Benrath sjúkraheimilisins í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph.

„Vistmenn hér eru að meðaltali 84 ára og skammtímaminni þeirra er mjög slæmt en þeir muna vel eftir strætóskiltum og vita að ef þau setjast á bekkinn og bíða komast þau heim," sagði Goebel sem bætti því við að kerfið virki það vel að nú eru fleiri heimili búin að taka slíkar stoppistöðvar í þjónustu sína.

„Við getum þá gengið að þeim og sagt að vagninn sé seinn í dag og boðið þeim inn í kaffi og fimm mínútum síðar hafa þau gleymt þessari heimferð eða að þau vildu fara,"


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir