Meira kynlíf og oftar fullnæging

Karl­menn og kon­ur á átt­ræðis­aldri stunda mun oft­ar kyn­líf í dag held­ur en jafn­aldr­ar þeirra fyr­ir þrem­ur til fjór­um ára­tug­um síðan, sam­kvæmt nýrri sænskri rann­sókn.

Kon­ur um sjö­tugt segj­ast njóta kyn­lífs bet­ur og í æ rík­ari mæli en áður enda kredd­ur um kyn­líf eldri borg­ara að minnka. Seg­ir í frétt AFP um rann­sókn­ina að fyrri rann­sókn­ir hafi ein­blínt á það sem bet­ur mætti fara í kyn­lífsiðkun eldri borg­ara og í raun að kyn­líf þeirra sé eitt­hvað sem megi ekki ræða.

Að sögn Nils Beckm­an, sem stýrði rann­sókn­inni sem var unn­in á veg­um Há­skól­ans í Gauta­borg, tel­ur eldra fólk í dag að ástund­un kyn­lífs sé hluti af lífs­mynstri þess og það sé ekk­ert til að skamm­ast sín fyr­ir.

Sam­an­borið við sama ald­urs­hóp árið 1971, segja tæp­lega tvö­falt fleiri gift­ar kon­ur um sjö­tugt nú stunda kyn­líf og mun fleiri segj­ast fá full­næg­ingu alltaf eða oft, seg­ir Beckm­an. Yfir 10% kvenna á þess­um aldri fyr­ir fjör­tíu árum stundaði aldrei kyn­líf en nú er hlut­fallið komið í 0,4% bæt­ir hann við. Hið sama á við um karl­menn á sama aldri. Hins veg­ar segj­ast marg­ir þeirra eiga við ris­vanda­mál að stríða og mun fleiri held­ur en fyr­ir fjór­um ára­tug­um.

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar er birt í Brit­ish Medical Journal (BMJ).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son