Dæmdur síbrotamaður fyrir sokkaþjófnað

Sokkar heilla suma
Sokkar heilla suma mbl.is/G. Rúnar

Banda­rísk­ur þjóf­ur á yfir höfði sér að fara í fang­elsi í fjórða skiptið fyr­ir sam­bæri­leg brot, að brjót­ast inn í hús og stela kven­manns­sokk­um. Maður­inn hef­ur sam­an­lagt verið dæmd­ur í 16 ára fang­elsi fyr­ir sokkaþjófnað eða til­raun til að stela sokk­um.

James Dow­dy, 36 ára, sem hef­ur verið laus gegn trygg­ingu, var ný­verið tek­inn af lög­reglu með sokkap­ar sem hann er tal­inn hafa stolið úr þvotta­húsi ein­versstaðar á mánu­dags­morg­un­inn í Bell­eville, út­hverfi St. Lou­is. Dow­dy var stungið í fang­elsi á ný í gær.  

Móðir Dow­dy seg­ir að hann verði að fá aðstoð sál­fræðings vegna sokkaþrá­hyggju sinn­ar sem hún seg­ir að hafa þjakað hann alla tíð. Hún tel­ur að þrá­hyggj­an hafi brot­ist út er hann þurfti að búa með föður sín­um í eitt ár þegar hann var barn. Tók hann sokkap­ar frá móður sinni með til pabba síns og notaði það sem hugg­un þegar söknuður eft­ir móður­inni greip um sig.

Móðir hans seg­ir að þetta hvíli þungt á hon­um og hann vilji frek­ar deyja en að lifa líf­inu með þessa þrá­hyggju á bak­inu. Seg­ir hún að hann sé al­gjör­lega mein­laus og steli aldrei neinu verðmætu. „Hann stel­ur aldrei neinu nema sokk­um," seg­ir móðirin í viðtali við AP frétta­stof­una.

Árið 1994 var Dow­dy dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi fyr­ir inn­brot á heim­ili. Lög­regla greip hann glóðvolg­an eft­ir inn­brotið með poka full­an af sokk­um. Árið 1997 var hann dæmd­ur í sex ára fang­elsi fyr­ir að brjót­ast inn hjá konu og stela sokk­um. Árið 2004 var hann enn á ný dæmd­ur í fang­elsi fyr­ir sokkaþjófnað og nú í sjö ár þrátt fyr­ir að hafa ekki náð að grípa sokka með sér þar sem lög­regla kom að hon­um við inn­brotið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Góðar fréttir: Eitt stærsta viðfangsefni þitt verður leyst á næstunni. Ekkert virðist þér ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Góðar fréttir: Eitt stærsta viðfangsefni þitt verður leyst á næstunni. Ekkert virðist þér ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant