Lögreglubíll fullur af dópi

Leynilögreglumaður í Dallas í Bandaríkjunum fann rúmlega 20 kíló af kókaíni er hann var að þrífa lögreglubíl sem hann hafði verið að nota undanfarna tvo mánuði. Götuverðmæti efnisins er talið nema um 30 milljónum kr.

Kókaínið fannst falið í leynihólfum sem er stýrt með sérstöku vökvadælukerfi.

Lögreglan lagði hald á ökutækið á glæpavettvangi fyrr á þessu ári. Lögreglan hóf að nota bifreiðina eftir að fíkniefnadeildin hafði leitað í bílnum en ekki fundið neitt óvenjulegt eða vafasamt í bílnum.

Að sögn yfirmanns hjá fíkniefnadeild lögreglunnar eru slík leynihólf að verða sífellt vinsælli hjá fíkniefnasölum.

Hann segir að með því að nota vökvakerfi þá eigi menn erfiðara með að átta siga á því að bíllnum hafi verið breytt. Hann segir að til að opna hólfin þurfi menn að ýta á ákveðna takka og snúa skífum í tiltekinni röð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup