Lögreglubíll fullur af dópi

Leyni­lög­reglumaður í Dallas í Banda­ríkj­un­um fann rúm­lega 20 kíló af kókaíni er hann var að þrífa lög­reglu­bíl sem hann hafði verið að nota und­an­farna tvo mánuði. Götu­verðmæti efn­is­ins er talið nema um 30 millj­ón­um kr.

Kókaínið fannst falið í leyni­hólf­um sem er stýrt með sér­stöku vökv­adælu­kerfi.

Lög­regl­an lagði hald á öku­tækið á glæpa­vett­vangi fyrr á þessu ári. Lög­regl­an hóf að nota bif­reiðina eft­ir að fíkni­efna­deild­in hafði leitað í bíln­um en ekki fundið neitt óvenju­legt eða vafa­samt í bíln­um.

Að sögn yf­ir­manns hjá fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar eru slík leyni­hólf að verða sí­fellt vin­sælli hjá fíkni­efna­söl­um.

Hann seg­ir að með því að nota vökv­a­kerfi þá eigi menn erfiðara með að átta siga á því að bílln­um hafi verið breytt. Hann seg­ir að til að opna hólfin þurfi menn að ýta á ákveðna takka og snúa skíf­um í til­tek­inni röð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir