Atvinnuumsókn flugumferðastjóra á blindraleti

Það eru fáir sjóndaprir flugumferðarstjórar starfandi í heiminum í dag.
Það eru fáir sjóndaprir flugumferðarstjórar starfandi í heiminum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Lítill breskur flugvöllur á Scilly eyjum hefur auglýst stöðu flugumferðarstjóra lausa og býður umsækjendum umsóknareyðublöð og upplýsingapakki á blindraletri.

Í auglýsingunni er jafnframt tekið fram að lysthafendur þurfi að vera veðurglöggir því veður á umsjónarsvæðinu, á Suð-vestur odda Englands geti verið mjög breytileg og ekki síst vegna þess að flugumferðastjórar hafi ekki afnot af dýrum og fáguðum rafeindatækjum á Saint Mary's flugvellinum.

Þrátt fyrir þessar kröfur til starfsins og augljósa nauðsyn þess að geta séð það sem fer fram á ratsjám þá bauðst umsækjendum að fá upplýsingapakka í stóru letri, blindraletri og á hljóðskrám/snældum.

Talsmaður bæjarfélagsins sem ber ábyrgð á auglýsingunni sagði að þetta orðalag fylgdi öllum atvinnuauglýsingum sem frá þeim fara og breska blindrafélagið hrósaði vinnulaginu á þeim bæ.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir