Atvinnuumsókn flugumferðastjóra á blindraleti

Það eru fáir sjóndaprir flugumferðarstjórar starfandi í heiminum í dag.
Það eru fáir sjóndaprir flugumferðarstjórar starfandi í heiminum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Lítill breskur flugvöllur á Scilly eyjum hefur auglýst stöðu flugumferðarstjóra lausa og býður umsækjendum umsóknareyðublöð og upplýsingapakki á blindraletri.

Í auglýsingunni er jafnframt tekið fram að lysthafendur þurfi að vera veðurglöggir því veður á umsjónarsvæðinu, á Suð-vestur odda Englands geti verið mjög breytileg og ekki síst vegna þess að flugumferðastjórar hafi ekki afnot af dýrum og fáguðum rafeindatækjum á Saint Mary's flugvellinum.

Þrátt fyrir þessar kröfur til starfsins og augljósa nauðsyn þess að geta séð það sem fer fram á ratsjám þá bauðst umsækjendum að fá upplýsingapakka í stóru letri, blindraletri og á hljóðskrám/snældum.

Talsmaður bæjarfélagsins sem ber ábyrgð á auglýsingunni sagði að þetta orðalag fylgdi öllum atvinnuauglýsingum sem frá þeim fara og breska blindrafélagið hrósaði vinnulaginu á þeim bæ.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen